Jolie og Pitt þakka Namibíumönnum gestrisnina

Brad Pitt og Angelina Jolie á blaðamannafundi í Swakopmund, sem …
Brad Pitt og Angelina Jolie á blaðamannafundi í Swakopmund, sem haldinn var eingöngu fyrir namibíska blaðamenn. AP

Leikaraparið Angelina Jolie og Brad Pitt þakka Namibíumönnum fyrir að leyfa þeim að vera í friði um það leyti sem dóttir þeirra kom í heiminn og veittu í gær fyrsta sjónvarpsviðtal sitt í landinu. Dóttir þeirra, Shiloh Nouvel, var fædd með keisaraskurði 27. mái sl. og var sjö pund að þyngd, eða 3,2 kg.

Pitt sagði í viðtalinu að gestrisni Namibíumanna væri mikil og fjölskyldan hafi átt stórkostlegar stundir í landinu, getað ferðast um það og verið í friði þegar Shiloh kom í heiminn. Jolie sagði þau yfir sig hrifin af landinu og hefðu upphaflega leitað staðar þar sem þau hefðu getað átt dýrmætar stundir með ættleiddum börnum Jolie, Zahara og Maddox, og nú Shiloh. „Við erum yfir okkur hrifin af þessum heimshluta. Dóttir okkar fæddist í Afríku og því skiptir álfan okkur miklu,“ sagði Jolie.

Eftirnöfnum Zahara og Maddox var breytt í Jolie-Pitt þegar Pitt tilkynnti fjölmiðlum að hann myndi ættleiða börnin. Jolie og Pitt nutu aðstoðar stjórnvalda í Namibíu við að halda fjölmiðlum og ljósmyndurum frá þeim á seinustu vikum meðgöngunnar. Jolie hefur margsinnis heimsótt Afríku og er góðgerðarsendiherra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Pitt er 42 ára og Jolie 31 árs, en þau felldu saman hugi í fyrra við tökur á kvikmyndinni um herra og frú Smith, eða Mr. & Mrs. Smith eins og hún heitir á ensku.

Namibískir blaðamenn frá eiginhandaráritun hjá Angelinu Jolie.
Namibískir blaðamenn frá eiginhandaráritun hjá Angelinu Jolie. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar