Bensíneyðslu mótmælt á hinum alþjóðlega Hjólaðu nakinn degi

Einkabílismanum og mengun mótmælt í Prag í dag.
Einkabílismanum og mengun mótmælt í Prag í dag. Reuters

Ungir reiðhjólamenn tóku sig saman og hjóluðu naktir um miðborg Prag í Tékklandi, enda er 10. júní alþjóðlegi Hjólaðu nakinn dagurinn. Þetta var í fyrsta sinn sem Prag tók þátt í þessum degi en í 50 borgum um heim allan hjólaði fólk nakið til að mótmæla óhóflegri neyslu á olíu og fjölgun bíla í heiminum.

„Þar sem þetta er lítið þekkt hér, þá voru það helst ferðamenn sem sýndu viðbrögð, hlógu og veifuðu," sagði skipuleggjandi viðburðarins í Tékklandi, Filip Novotny eftir að hann og tíu félagar hans höfðu hjólað í eina klukkustund um Prag.

Ein stúlka var í hópnum og hópurinn lenti ekki í neinum vanda þegar hjólað var um miðbæinn.

Novotny sagði að mengun væri stórt vandamál í Tékklandi. Hann lofaði því að nöktu reiðhjólamennirnir yrðu mun fleiri í Prag á næsta ári.

Ein kona var í tíu manna reiðhjólahópnum.
Ein kona var í tíu manna reiðhjólahópnum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir