Bílarnir brunuðu á toppinn

Bílarnir Doc Hudson, leikinn af Paul Newman, og Lightning McQueen, …
Bílarnir Doc Hudson, leikinn af Paul Newman, og Lightning McQueen, sem Owen Wilson talar fyrir.

Tölvuteiknimyndin Bílarnir brunaði beint í fyrsta sætið á aðsóknarlista norður-amerískra kvikmyndahúsa um helgina og námu tekjur af myndinni 62,8 milljónum króna, jafnvirði 8,6 milljörðum króna. Er þetta sjöunda myndin í röð frá Disney-Pixar, sem slær í gegn og það þótt hún hafi fengið frekar slaka dóma gagnrýnenda.

Myndin fjallar um tvo kappakstursbíla sem þeir Owen Wilson og Paul Newman tala fyrir.

Hryllingsmyndin Táknið, sem er endurgerð samræmdrar myndar um son Kölska, fór beint í 4. sætið en myndin var raunar frumsýnd á þriðjudaginn 6.6.06 af táknrænum ástæðum; 666 er tala falskrists.

Kvikmyndin A Prairie Home Companion, sem fjallar um samnefndan útvarpsþátt, fór beint í 7. sæti. Myndin var sýnd hér á dögunum þegar útvarpsmaðurinn Garrison Keillor tók upp einn þátt í Þjóðleikhúsinu.

Listinn yfir vinsælustu myndirnar var þessi:

  1. Cars
  2. The Break-Up
  3. X-Men: The Last Stand
  4. The Omen
  5. Over the Hedge
  6. The Da Vinci Code
  7. A Prairie Home Companion
  8. Mission: Impossible III
  9. RV
  10. Poseidon.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eyddu meiri tíma í ástvini og vini sem kunna betur að meta það sem þú gerir. Þér tekst að ná takmarki þínu með aðstoð að minnsta kosti þriggja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eyddu meiri tíma í ástvini og vini sem kunna betur að meta það sem þú gerir. Þér tekst að ná takmarki þínu með aðstoð að minnsta kosti þriggja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio