Magni næstum kominn í Rock Star: Supernova

Magni Ásgeirsson
Magni Ásgeirsson

Magni Ásgeirsson, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, komst í gær í átján manna hóp söngvara sem keppast um 15 laus sæti í nýrri syrpu raunveruleikaþáttarins Rock Star. Fjórir Íslendingar voru á meðal 35 efstu söngvaranna; Magni, Hreimur Örn Heimisson, Kristófer Jensson og Heiða Idolstjarna.

Hinn 20. júní fara síðustu áheyrnarprufurnar fram og þá munu þrír til viðbótar detta út. Þeir fimmtán sem þá standa eftir komast í þáttinn, en sigurvegarinn verður aðalsöngvari hinnar nýstofnuðu hljómsveitar Supernova, sem er skipuð meðlimum hljómsveitanna Motley Crüe, Metallica og Guns N’Roses.

Sigurvegarinn mun svo ásamt öðrum meðlimum Supernova fara í hljóðver og taka upp plötu. Að því loknu verður lagst í heimsreisu.

Sjá nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio