Gríman - Íslensku leiklistarverðlaunin verða nú veitt í fjórða sinn í kvöld við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Fimm sýningar hafa verið tilnefndar sem sýning ársins að þessu sinni en þær eru: Eldhús eftir máli Forðist okkur, Maríubjallan, Pétur Gautur og Woyzeck. Rjóminn í íslensku leikhúslífi er nú staddur í Borgarleikhúsinu að fylgjast með athöfninni þ.á.m. Ingvar E. Sigurðsson, sem er bæði tilnefndur sem besti karlleikari í aðalhlutverki sem og í aukahlutverki.