Íslensk myndlist kynnt í brottfararrými flugstöðvarinnar

Fjölmenni var við opnun sumarsýningar Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni er alþjóðlegur blær yfir sýningunni og sjá má verk eftir sjö listamenn, þar af sex erlenda, sem saman mynda listhópinn Distill. Við sama tækifæri var undirritaður samningur milli Listasafns Reykjanesbæjar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Samkvæmt samningnum tekur Listasafnið að sér umsýslu listaverka í Flugstöðinni og fær til þess ákveðna upphæð. Einnig fær safnið gott pláss í brottfararrými til að kynna íslenska myndlist.

Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri FLE, sagði við þetta tækifæri að stjórn flugstöðvarinnar hefði ákveðið að styðja við menningarstarfsemi í næsta nágrenni flugvallarins um leið og keypt er ákveðin þjónusta hjá safninu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Árni Sigfússon bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Reykjanesbæjar og Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og Sóley Ragnarsdóttir, starfsmannastjóri FLE, voru vottar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir