Næsta Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin á Hartwall leikvanginum í Helsinki dagana 10.-12. maí 2007. Finnska þungarokkshljómsveitin Lordi sigraði keppnina í ár sem var haldin í Aþenu með laginu Hard Rock Hallelujah.
Hartwall leikvangurinn tekur 13 þúsund manns í sæti en þar eru oft haldnir tónleikar erlendra þekktra hljómsveita. Auk þess sem hokkíleikir fara þar fram.
Nokkrar borgir í Finnlandi vildu halda söngvakeppnina, en talið er að um 100 milljón manns horfi á keppnina árlega í um fjörtíu löndum.