Hróarskelduhátíðin hefst í dag

Bob Dylan er meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem koma fram …
Bob Dylan er meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í ár Reuters

Hin árlega tónlistarhátíð í Hróarskeldu hefst í dag. Þegar eru þúsundir mættar á svæðið til þess að taka þátt í stærstu útirokktónlistarhátíð Evrópu en hátíðin stendur yfir í fjóra daga. Meðal tónlistarmanna, sem fram koma á hátíðinni í ár, eru Bob Dylan, Morrissey, Deftones og Guns N' Roses.

Alls munu tæplega 160 listamenn koma fram á Hróarskelduhátíðinni. Samkvæmt skipuleggjendum hátíðarinnar eru 79 þúsund miðar seldir. Íslendingar fjölmenna yfirleitt á hátíðina og á vef Flugleiða kemur fram að uppselt sé í ferð á tónleikana á vegum flugfélagsins.

Hróarskelduhátíðin var í fyrsta skipti haldin árið 1971, en Hróarskelda er í nágrenni Kaupmannahafnar.

Fyrir sex árum átti sá hörmulegi atburður sér stað að níu ungir menn létust er þeir tróðust undir þegar aðdáendur Pearl Jam reyndu að komast sem næst sviðinu á tónleikum sveitarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar