Borgar fyrir vatnsdrykkju

mbl.is/Kristinn

Flugferðalangar sem eiga leið um flugstöðina á Ísafirði og biðja um vatnsglas verða oft undrandi þegar þeir fá afhentar tíu krónur með glasinu. Jón Fanndal segist þá brosmildur vilja ýta undir vatnsdrykkju en fyrir ári tók hann upp á því að gefa tíkall með hverju vatnsglasi.

„Hugmyndin kviknaði þegar ég varð var við að foreldrar áttu það til að kaupa hálfan lítra af gosi fyrir fimm ára gömul börn og hálfpartinn troða því upp á þau. Ég stakk þá stundum upp á því að börnin fengju vatn og þau vildu það oft frekar,“ segir Jón.

„Fullorðna fólkið vill oft ekki taka við tíkallinum en ég bendi því þá bara á að skella honum í Rauða kross-baukinn á borðinu. Ég held það gæti verið gaman að safna fyrir brunni í Afríku en mér er sagt að það kosti um 2.000 dollara. Það er ekki svo mikið. Það væri skemmtilegt ef við drykkjum vatn hér heima og svo kæmi það upp í Afríku!“

Segja má að Jón sé í samkeppni við sjálfan sig með því að koma í veg fyrir gosdrykkju og auka vatnsdrykkju í staðinn.

„Ég fer ekkert á hausinn enda eru þetta ekki miklir peningar. Ég hef svo gaman af þessu og krakkarnir eru farnir að komast upp á lagið með þetta,“ segir Jón og bætir við að útlendingar sem eiga leið um flugstöðina verði oft alveg gáttaðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir