Borgar fyrir vatnsdrykkju

mbl.is/Kristinn

Flug­ferðalang­ar sem eiga leið um flug­stöðina á Ísaf­irði og biðja um vatns­glas verða oft undr­andi þegar þeir fá af­hent­ar tíu krón­ur með glas­inu. Jón Fann­dal seg­ist þá bros­mild­ur vilja ýta und­ir vatns­drykkju en fyr­ir ári tók hann upp á því að gefa tíkall með hverju vatns­glasi.

„Hug­mynd­in kviknaði þegar ég varð var við að for­eldr­ar áttu það til að kaupa hálf­an lítra af gosi fyr­ir fimm ára göm­ul börn og hálfpart­inn troða því upp á þau. Ég stakk þá stund­um upp á því að börn­in fengju vatn og þau vildu það oft frek­ar,“ seg­ir Jón.

„Full­orðna fólkið vill oft ekki taka við tíkall­in­um en ég bendi því þá bara á að skella hon­um í Rauða kross-bauk­inn á borðinu. Ég held það gæti verið gam­an að safna fyr­ir brunni í Afr­íku en mér er sagt að það kosti um 2.000 doll­ara. Það er ekki svo mikið. Það væri skemmti­legt ef við drykkj­um vatn hér heima og svo kæmi það upp í Afr­íku!“

Segja má að Jón sé í sam­keppni við sjálf­an sig með því að koma í veg fyr­ir gos­drykkju og auka vatns­drykkju í staðinn.

„Ég fer ekk­ert á haus­inn enda eru þetta ekki mikl­ir pen­ing­ar. Ég hef svo gam­an af þessu og krakk­arn­ir eru farn­ir að kom­ast upp á lagið með þetta,“ seg­ir Jón og bæt­ir við að út­lend­ing­ar sem eiga leið um flug­stöðina verði oft al­veg gáttaðir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. Vertu raunsær í peningamálunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list. Láttu öfund annarra ekki draga þig niður heldur láttu sem ekkert sé. Vertu raunsær í peningamálunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir