Eftir margra ára íhaldssemi virðist sem fatatíska karla sé nú afar fjölbreytt og mörkin milli kvenna- og karlatísku að verða óljósari. Franska fatahönnuðinum Jean Paul Gaultier er að miklu leyti þakkað fyrir þetta þar sem hann varð fyrstur til þess að sýna karlmenn í pilsum og virðist enn einbeittur í því að búa til fremur kynlausa tísku með Power of Two tískulínunni.
Föt Gaultier voru sýnd á tískusýningu í París í dag þar sem innblástur var fenginn í glysrokkara á við David Bowie og Marc Bolan. Karlfyrirsætur voru margar hverjar á háum hælum. Gaultier segist hafa gaman af því að ögra og láta reyna á hefðir.