JK Rowling sætir harðri gagnrýni aðdáenda Potters

Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint sem fara með …
Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint sem fara með hlutverk Harry Potters og tveggja bestu vina hans Hermione og Ron. Reuters

JK Rowling, höfundur Harry Potter bókanna hefur sætt harðri gagnrýni aðdáenda bókanna eftir að hún upplýsti að ein aðalsöguhetja bókanna muni láta lífið í sjöundu og síðustu bókinni um galdrastrákinn og vini hans. Mikillar reiði hefur gætt í garð höfundarins á vef- og bloggsíðum aðdáenda Potters eftir að hún upplýsti um áform sín í síðustu viku og hafa þeir jafnvel sakað hana um tilfinningaleysi gagnvart börnum og kallað hana galdrakvendi með pyntingahneigð.

Rowling neitaði að greina frá því hver aðalpersónanna væri feig og bar við ótta við reiði aðdáendanna. Hún gaf þó í skyn að það væri Harry sjálfur er hún sagði: „Það hefur aldrei freistað mín að drepa hann, Harry, fyrr en í lok sjöundu bókarinnar því ég ætlaði alltaf að skrifa sjö bækur og það er það sem ég ætla að gera.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir