BB King kvaddi Montreux-djasshátíðina

BB King var í essinu sínu á Montreux-djasshátíðinni á mánudagskvöld.
BB King var í essinu sínu á Montreux-djasshátíðinni á mánudagskvöld. AP

Blúsgoðsögnin BB King hefur kvatt Montreux-djasshátíðina í Sviss fyrir fullt og allt eftir að hafa leikið þar í yfir 20 ár. King lék fyrir hátíðargesti í síðasta sinn í gær. Randy Crawford, Gladys Knigth og Barbara Hendricks voru á meðal þeirra sem stigu á stokk með King á tónleikunum sem fram fóru við Genfarvatn í gær. „Kannski ætti maður að hætta á hverju kvöldi,“ spaugaði King sem er áttræður.

King hefur staðfest að tónleikaferð hans um Evrópu verði sú síðasta, en hann hyggst halda áfram að leika blús í Bandaríkjunum. Blúsarinn fékk Grammy-verðlaun fyrir plötuna 80 á þessu ári.

King, sem hefur oft verið kallaður „Konungur blúsins“, fékk frábærar móttökur á tónleikunum í gær og átti hann erfitt með að leyna tilfinningum sínum. „Nú fer ég aftur að gráta,“ sagði hann við áheyrendur. „Þetta er rúsínan í pylsuendanum. Það væri ekki hægt að kveðja mig á betri hátt.“

Hann viðurkenndi einnig að heilsunni hrakaði smám saman. „Mig verkjar í hnén og bakið og hausinn á mér er litlu skárri. Ég man þó eftir því að ég er áttræður svo ég sat bara niður til þess að láta mér líða betur,“ sagði King.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar