Sjóræningjamyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest með Johnny Depp í fararbroddi hefur heldur betur slegið í gegn um helgina. Í Bandaríkjunum sló myndin met með því að hala inn 132 milljónir dala á frumsýningarhelgi. Svipað var uppi á teningnum í Bretlandi. Fyrra metið átti Köngulóarmaðurinn árið 2002 með 114,8 milljónir dala á frumsýningarhelgi.
Myndin um sjóræningjana sló fleiri met hvað peninga varðar því hún er fyrsta myndin sem halar inn yfir eitt hundrað milljón dali á tveimur dögum. Jafnframt hefur engin mynd áður skilað 55,5 milljónum í tekjur á einum degi.
Önnur vinsælasta mynd helgarinnar vestanhafs er endurkoma ofurhetjunnar, Superman Returns og kvikmyndin The Devil Wears Prada, ,með Meryl Streep í aðalhlutverki er í þriðja sæti.