Klappstýrunámskeið í ágúst

Boðið verður upp á klappstýrunámskeið hérlendis í ágúst nk. Að sögn Völu Andrésdóttur námskeiðshaldara er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkt námskeið hérlendis. Aðspurð um hvernig hugmyndin að námskeiðinu sé tilkomin segir Vala að haft hafi verið samband við hana frá Íþróttamiðstöðinni Björk í Hafnarfirði og þess farið á leit við hana að hún kenndi íslenskum ungmennum á aldrinum 12-16 ára klappstýringar.

Sjálf hefur Vala stundað klappstýringar í nokkur ár og meðal annars haldið klappstýrunámskeið við Háskólann í Nottingham, þar sem hún nemur lögfræði. Vala er með bandarísk NCSSE-þjálfararéttindi.

Aðspurð hvernig hún útskýri vinsældir klappstýringa segir Vala þær sameina klappstýruhreyfingar, fimleika, dans, góðan félagsskap, heilbrigðan lífsstíl og íþróttamennsku. Spurð hvort hún telji að hér á landi verði komið upp klappstýruliðum að erlendri fyrirmynd segir Vala aldrei að vita, enda finni hún fyrir miklum áhuga á greininni hérlendis. Tekur hún þó fram að klappstýringar tengist yfirleitt skólaliðum og þau sé ekki að finna hér á landi.

Þess má að lokum geta að námskeiðið hefst 5. águst nk. og stendur í þrjár vikur.

Kennt verður í Íþróttamiðstöðinni Björk í Hafnarfirði fjórum sinnum í viku í einn til tvo klukkutíma í senn og lýkur námskeiðinu með sýningu. Tekið er við skráningum í síma 6913463.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup