Sjóræningjamyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest hélt efsta sætinu á aðsóknarlista norður-amerískra kvikmyndahúsa þriðju helgina í röð. Áætlað var að tekjur af sýningu myndarinnar hefðu numið 35 milljónum dala og eru tekjur af myndinni í Norður-Ameríku einni 322 milljónir dala til þessa. Er þetta í fyrsta skipti sem kvikmynd aflar yfir 300 milljóna dala tekna á 16 fyrstu sýningardögunum.
Í öðru sæti var teiknimyndin Monster House, sem frumsýnd var um helgina en tekjur af henni námu 23 milljónum dala. Í þriðja sæti var einnig ný mynd, hryllingsmyndin Lady in the Water sem aflaði 18,2 milljóna dala tekna. M. Night Shyamalan leikstýrði myndinni en í aðalhlutverjum eru Paul Giamatti og Bryce Dallas Howard.
Listinn yfir vinsælustu myndirnar var þessi: