Sjóræningarnir verja enn efsta sætið

Kevin McNally og Keira Knightley í gervum sjóræningja.
Kevin McNally og Keira Knightley í gervum sjóræningja.

Sjóræningjamyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest hélt efsta sætinu á aðsóknarlista norður-amerískra kvikmyndahúsa þriðju helgina í röð. Áætlað var að tekjur af sýningu myndarinnar hefðu numið 35 milljónum dala og eru tekjur af myndinni í Norður-Ameríku einni 322 milljónir dala til þessa. Er þetta í fyrsta skipti sem kvikmynd aflar yfir 300 milljóna dala tekna á 16 fyrstu sýningardögunum.

Í öðru sæti var teiknimyndin Monster House, sem frumsýnd var um helgina en tekjur af henni námu 23 milljónum dala. Í þriðja sæti var einnig ný mynd, hryllingsmyndin Lady in the Water sem aflaði 18,2 milljóna dala tekna. M. Night Shyamalan leikstýrði myndinni en í aðalhlutverjum eru Paul Giamatti og Bryce Dallas Howard.

Listinn yfir vinsælustu myndirnar var þessi:

  1. Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest
  2. Monster House
  3. Lady in the Water
  4. You, Me and Dupree
  5. Little Man
  6. Clerks II
  7. My Super Ex-Girlfriend
  8. Superman Returns
  9. The Devil Wears Prada
  10. Cars.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup