Keppnin um ungfrú alheim fer fram í kvöld í borginni Los Angeles í Bandaríkjunum. Konur frá 86 löndum keppa um titilinn, en tilkynnt verður í upphafi kvöldsins um þær tuttugu sem keppa til úrslita í kvöld. Ungfrú alheimur er sú fegurðarsamkeppni sem helst hefur þótt keppinautur keppninnar um ungfrú heim. Sif Aradóttir keppir fyrir Íslands hönd.