Fiskum rigndi á Indlandi

Loðna soguð upp, ekki ólíkt fiskunum á Indlandi.
Loðna soguð upp, ekki ólíkt fiskunum á Indlandi.

Íbúar í þorpinu Manna á Indlandi urðu nokkuð hissa þegar fiskum tók að rigna yfir þá fimmtudaginn síðastliðinn. Þá gerði mikið úrhelli en droparnir virtust í stærra lagi og skrítnir að lit. Þegar nánar var að gáð reyndist litlum fiskum hafa rignt niður, eða sílum öllu heldur. Íbúar í héraðinu sem þorpið er í, Kerala, eru miklir matargerðarmenn, þekktir fyrir ljúffenga og bragðsterka sjávarrétti, og hlýtur því þetta að vera himnasending í tvennum skilningi.

Eigandi verslunar í þorpinu sagði í viðtali við dagblaðið Hindustan Times að hann hefði tínt upp 30 fiska sem voru ískaldir og flestir dauðir. Vitað er til þess að froskum, tómötum og öðru hafi rignt niður víða um lönd, en hvirfilbyljum eða skýstrokkum er þar kennt um. Þeir geta sogað upp hluti eða dýr úr sjó eða af landi sem falla síðan til jarðar þegar þegar vind lægir. Sky segir frá þessu á fréttavef sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup