Magni sjötti í röðinni í nótt

Magni Ásgeirsson.
Magni Ásgeirsson.

Lagalisti keppenda í fjórða þætti Rock Star Supernova, sem sýndur verður á Skjá Einum klukkan 1 í nótt, er tilbúinn. Magni Ásgeirsson er sjötti í röðinni og syngur lagið Heroes eftir David Bowie.

Á netsíðunni supernovafans.com, þar sem aðdáendur þáttanna geta valið þann sem þeim þykir líklegastur til að hreppa auða sætið í Supernova, hefur Magni fengið 75,6% atkvæði og hefur töluvert forskot á næsta keppanda sem er Dilana með 12,4% kosningu.

Lagalistinn í kvöld lítur svona út:

  1. Lukas - Bittersweet Synphony: The Verve
  2. Zayra - Call Me: Blondie
  3. Dana - About A Girl: Nirvana
  4. Patrice - Remedy: The Black Crows
  5. Toby - White Wedding: Billy Idol
  6. Magni - Heroes: David Bowie
  7. Ryan - I Alone: Live
  8. Jill - Brown Sugar: The Rolling Stones
  9. Phil - One Headlight: The Wallflowers
  10. Dilana - Time After Time: Cyndi Lauper
  11. Josh - No Rain: Blind Melon
  12. Storm - Anything Anything: Dramarama

Hægt er að greiða atkvæði eftir að allir þátttakendur hafa sungið og verða úrslitin tilkynnt annað kvöld. Þá kemur í ljós hvaða keppandi verður sendur heim.

Heimasíða Rock Star Supernova

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup