Leiðir ennþá netkosninguna

Magni Ásgeirsson.
Magni Ásgeirsson.

Óhætt er að segja að Magni Ásgeirsson og Rock Star-þátturinn sem hann er þátttakandi í, einoki margt kaffistofuspjallið á vinnustöðum landsins um þessar mundir.

Frammistaða stráksins að austan hefur komið mörgum á óvart og eru einhverjir meira að segja farnir að lýsa því yfir að versta mögulega útkoman fyrir Magna sé að hann vinni keppnina því ekki geti það verið eftirsóknarvert í sjálfu sér að vera í hljómsveit með: Tommy Lee sem er helst þekktur fyrir rekkjufimi sína, Gilby Clarke sem tókst aldrei að fylla upp í skarðið sem Izzy Stradlin skyldi eftir sig í Guns N' Roses og Jason Newstead sem var rekin úr Metallica fyrir að vera of þunglyndur. Rifja aðrir þá upp svipaða umræðu í kringum Evróvisjónkeppnina 1986 þegar Íslendingar voru svo sigurvissir að aðaláhyggjuefnið var hvar við gætum að haldið keppnina hér heima - og nú eru liðin 20 ár.

En það er ekkert að því að vera bjartsýnn fyrir hönd Magna og gerist hið ótrúlega að hann komist ekki lengra en út þessa viku má hann vera stoltur af frammistöðu sinni.

Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins er Magni sjötti á svið annað kvöld og lagið sem hann flytur er gamli David Bowie-slagarinn „Heroes". Magni kvaðst hingað til ekki hafa þurft að læra einn einasta texta utan að og væntanlega kann hann textann við þetta fræga lag Bowies en hann getur þá e.t.v. einbeitt sér að því að gæða lagið hans eigin persónuleika og sýnt að í honum býr annað og meira en lagvissa og gott minni.

Áður hefur verið bent á netsíðuna supernovafans.com þar sem aðdáendur þáttanna geta valið þann sem þeim þykir líklegastur til að hreppa auða sætið í Supernova. Þegar þetta er skrifað leiðir Magni kosninguna með 76,5% atkvæði og hefur hann töluvert forskot á næsta keppanda sem er Dilana með 12,2% kosningu. Hins vegar er erfitt að meta hinn sanna vilja notenda því að ekkert takmark er á því hversu oft hver og einn getur kostið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup