Syngur Coldplay-lag í nótt

Magni Ásgeirsson.
Magni Ásgeirsson.

Eins og Magni hefur svo oft minnst á í viðtölum og á bloggsíðu sinni saknar hann fjölskyldu sinnar hér heima sárt þar sem hann situr í Kalíforníu og keppir í Rock Star Supernova. Af frásögnum keppendanna eru þeir svo gott sem í fangelsi meðan á þættinum stendur enda mikilvægt að hugur þeirra sé við keppnina eins taugatrekkjandi og hún virðist vera.

Starfsfólk Skjás eins, sem ekkert aumt má sjá, tók sig til og setti saman myndband þar sem fjölskylda Magna talar til söngvarans og sendi síðan beinustu leið til Rock Star-þáttarins í þeirri von að myndbandið bærist Magna. Sem það og gerði og meira til, því framleiðendur þáttarins ákváðu að sýna myndbandið í næsta þætti og viðbrögð Magna þar sem hann hann horfir á myndbandið með tveimur öðrum keppendum sem hann fékk að velja með sér.

Það er vonandi að þær baráttu- og ástarkveðjur sem berast frá fjölskyldu Magna verði til að styrkja hann í keppninni um sæti í hljómsveitinni Supernova en næst mun Magni syngja lagið „Clocks" með bresku sveitinni Coldplay. Verður Magni sá sjötti í röðinni í nótt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir