Sú ákvörðun hefur verið tekin að tónleikar Morrissey, sem fram fara í Laugardalshöllinni 12. ágúst nk., verða svokallaðir sitjandi tónleikar. Grímur Atlason tónleikahaldari segir ástæðuna vera greinilegan áhuga á fleiri sætum, en stúkusæti seldust upp strax við upphaf miðasölu. Ákvörðunin er því tekin til að koma til móts við þarfir áhorfenda og hefur þær breytingar í för með sér að hin uppseldu stúkusæti verða fremstu raðirnar í Höllinni og stæði öll önnur sæti.