Fyrirkomulagi Morrissey-tónleika í Laugardalshöllinni breytt

Tónlistarmaðurinn Morrissey.
Tónlistarmaðurinn Morrissey.

Sú ákvörðun hefur verið tekin að tónleikar Morrissey, sem fram fara í Laugardalshöllinni 12. ágúst nk., verða svokallaðir sitjandi tónleikar. Grímur Atlason tónleikahaldari segir ástæðuna vera greinilegan áhuga á fleiri sætum, en stúkusæti seldust upp strax við upphaf miðasölu. Ákvörðunin er því tekin til að koma til móts við þarfir áhorfenda og hefur þær breytingar í för með sér að hin uppseldu stúkusæti verða fremstu raðirnar í Höllinni og stæði öll önnur sæti.

Veitir forgang á Sufjan Stevens

Þá hefur einnig verið tilkynnt að miðaeigendur á Morrissey komist í forsölu miða á tónleika Sufjan Stevens í Fríkirkjunni í nóvember. Almenn sala á tónleikana hefst 14. ágúst en hafi menn undir höndum miða á Morrissey njóta þeir tíu daga forskots. Frá og með klukkan 10 í dag gefst þeim nefnilega kostur á að kaupa einn miða á Stevens fyrir hvern miða sem þeir eiga á fyrri tónleikana, en salan fer fram í verslunum Skífunnar og vel völdum BT-verslunum. Lagði Grímur áherslu á að upplag miða væri takmarkað enda Fríkirkjan með smærri tónleikastöðum .
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir