Magni beðinn um að syngja aftur

Jill Gioia.
Jill Gioia.

Magni Ásgeirsson nýtur greinilega mikillar virðingar meðal dómaranna í sjónvarpsþáttunum Rock Star Supernova og í þættinum í nótt, þar sem birt voru úrslit atkvæðagreiðslu áhorfenda eftir þáttinn í fyrrinótt, var Magni beðinn um að syngja aftur lagið The Dolphin’s Cry, sem hann flutti einn á sviðinu og lék undir á gítar.

Þetta er í annað skipti í þáttunum sem Magni er klappaður upp með þessum hætti. Hann var að sjálfsögðu ekki meðal þeirra sem fæst atkvæði fengu, en þeir Tommy Lee, Jason Newsted og Gilby Clarke ákváðu að senda tvo keppendur heim, þau Jill Gioia og Josh Logan. Eru þá átta keppendur eftir af 15, sem hófu leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar