Magni syngur annað lag eftir David Bowie

Magni Ásgeirsson.
Magni Ásgeirsson.

Sjöundi þáttur sjónvarpsþáttanna Rock Star Supernova verður sýndur á Skjá Einum klukkan 1 í nótt. Magni Ásgeirsson syngur þar lagið Starman úr smiðju David Bowie og er það í annað skipti sem hann syngur lag eftir hann.

Líflegar umræður eru um sjónvarpsþættina á vefsvæðinu supernovafans.com og eru margir sem þar tjá sig þeirrar skoðunar að Magni, Dilana og Lukas muni keppa í þriggja manna úrslitum. Vitnað er í bloggsíðu David Navarros, sem stýrir þáttunum ásamt félögunum þremur í hljómsveitinni Supernova, og segir hann m.a., að Magni sé frábær og hann hafi góða rödd og standi sig alltaf vel en hann hafi enn ekki skarað framúr.

Listinn yfir lögin í kvöld er eftirfarandi:

Zayra - Lluvia De Mar - frumsamið lag
Magni - Starman - David Bowie
Patrice - Message in a Bottle - The Police
Lukas - Hero - Chad Kroeger
Storm - I Will Survive - Gloria Gaynor
Toby - Solsbury Hill - Peter Gabriel - with Gilby on acoustic guitar
Ryan - In the Air Tonight - Phil Collins
Dilana - Cat’s in the Cradle - Harry Chapin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar