Félagarnir í rokksveitinni Supernova hrósuðu Magna Ásgeirssyni fyrir flutninginn á laginu Starman eftir David Bowie í sjónvarpsþættinum Rock Star Supernove í nótt. Sögðu þeir að flutningur Magna væri traustur og góður en Gilby Clarce sagði að Magni hefði misst af tækifæri til að láta áhorfendur syngja með sér í viðlaginu í lokin.
Þátttakendurnir sungu lög sín í nótt við undirleik strengjasveitar en Supernovu-menn voru svo ánægðir með að Magni skyldi syngja í síðustu viku einn á sviðinu með gítar, að þeir ákváðu að í næsta skipti skyldu allir syngja við látlausan undirleik.
Úrslit úr atkvæðagreiðslu eftir þáttinn í nótt verða sýnd á Skjá Einum klukkan 12 í kvöld.