Depp leikur Sweeney Todd

Johny Depp.
Johny Depp. AP

Bandaríski leikarinn Johnny Depp og leikstjórinn Tim Burton munu leiða saman hesta sína enn á ný þar sem Depp ætlar að leika Sweeney Todd, rakarann djöfullega í Fleet-stræti, í kvikmyndargerð Burton á samnefndum söngleik. Söngleikinn gerði Steven Sondheim og var hann frumsýndur á Broadway árið 1979, naut strax mikilla vinsælda og fékk átta Tony leiklistarverðlaun.

Depp leikur morðóða rakarann sem sker kúnna sína á háls og lætur eiginkonu sína útbúa kjötbökur úr skrokkum þeirra, sem slá síðan í gegn hjá Lundúnabúum. Depp og Burton hafa unnið saman við fjölda kvikmynda, m.a. Charlie and the Chocolate Factory, Ed Wood og Edward Scissorhands.

Tökur á Sweeney Todd eiga að hefjast snemma á næsta ári. Depp á að syngja í myndinni, að sögn talsmanns kvikmyndafyrirtækisins Dreamworks, sem framleiðir myndinga með Warner Brothers. Depp sást seinast í annarri kvikmyndinni um sjóræningja Karíbahafs, Pirates of the Caribbean: Dead Man´s Chest. BBC greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar