Dómara vikið úr starfi vegna samskipta við ósýnilega dverga

Florentino Floro, filippseyskum hæstaréttardómara, vísað úr embætti í apríl síðastliðnum vegna þess að hann sagðist hafa ráðfært sig við dularfulla og ósýnilega dverga. Floro áfrýjaði brottrekstrinum en tapaði málinu. Þriggja ára rannsókn hafði áður farið fram á starfsháttum hans sem leiddi til brottrekstursins. Floro sagðist hafa rætt við þrjá dularfulla dverga, Armand, Luis og Angel, sem hefðu hjálpað honum að slaka á í réttarhléum.

Dómstóllinn sem vísaði Floro úr embætti sagði yfirskilvitleg fyrirbæri ekki hluta af starfi dómara og studdi niðurstöðu læknis að dómarinn væri veikur á geði. Floro segir það ekki réttlætanlegt að hann hafi verið rekinn fyrir það eitt að trúa á mátt þessara dverga. Hann hefði samið við dvergana um að geta skrifað á meðan hann væri í leiðslu og segir að fólk hafi getað séð hann á tveimur stöðum í einu.

Floro skipti um dómaraslá á hverjum föstudegi, meðan hann gegndi enn starfi dómara, til að ,,endurhlaða skyggnigáfu sína", eins og hann orðaði það. Í bréfi til dómstólsins skrifaði Flora að ,,úr myrkrinu myndu nöfn hans og dverganna þriggja verða ódauðleg.“ Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að dvergabandalag Floro græfi undan trúverðugleika hans í starfi. BBC segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar