Madonna verður hugsanlega handtekin

Madonna við diskókrossinn
Madonna við diskókrossinn Reuters

Madonna á yfir höfði sér að verða handtekin fyrir hina umdeildu krossfestingu sem er hluti af nýju Confessions tónleikaröðinni hennar. Lögreglan í Düsseldorf hefur varað hana við því að hún muni fylgjast með sýningu hennar þar á sunnudaginn kemur og fylgjast með því hvort atriðið gæti hugsanlega stangast á við lög um trúmál.

Lagabókstafurinn segir að ólöglegt sé að hæðast að trú manna.

Lögreglan verður til taks meðal áhorfenda ef söngkonan skyldi brjóta lögin.

Fjölmargir trúarleiðtogar hafa fordæmt atriðið þar sem Madonna lætur festa sig við glitrandi diskókross með þyrnikórónu á höfðinu en hún heldur því fram að atriðið eigi að vekja fólk til umhugsunar um alnæmi.

Heyrst hafa raddir sem fara fram að hin 48 ára gamla Madonna verði bannfærð af kaþólsku kirkjunni og Ersilio Tonino kardínáli hefur með leyfi páfans sagt: „Tónleikarnir eru guðlast og ögrun við trúna og vanhelgun krossins.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan