George Clooney barnlaus og útundan

George Clooney.
George Clooney. Reuters

Leikarinn George Clooney finnst sem hann sé útundan við tökur á kvikmyndinni Ocean's Thirteen en leikararnir Brad Pitt og Matt Damon hafa náð vel saman sem nýbakaðir feður.

Eiginkona Damons, Luciana Barroso, fæddi dótturina Ísabellu í júní, en þetta var fyrsta barn þeirra hjóna. Angelina Jolie og Brad Pitt eignuðust svo dótturina Shiloh Nouvel í Namibíu sem væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum.

Pitt og Damon hafa verið að skiptast á góðum ráðum og barnasögum og þar hefur Clooney verið fjarri góðu gamni.

Frásagnir herma að Clooney kalli þá Pitt og Damon „nýja pabbagengið“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar