Söngvarinn Justin Timberlake segir ósanngjarnt hvernig söngkonan Janet Jackson hafi þurft að bera svo til allan þungann af því þegar kjóll hennar rifnaði í atriði þeirra á bandarísku Super Bowl sýningunni árið 2004. Þá segir hann fjaðrafokið sem atvikið olli hafa komið sér mjög á óvart en að ábyrgðin hafi ekki síður verið hans en hennar.
“Ef við skiptum ábyrgðinni 50/50, þá var sennilega 10% gagnrýninnar beint að mér sem segir heilmargt um þjóðfélagið,” segir hann. “Ég held að konur séu dæmdar harðar í Bandaríkjunum en karlar og að sú gagnrýni sem beint er að minnihlutahópum sé óeðlilega hörð.”