Chris Gillett tók stafræna ljósmyndir af öllum máltíðunum sem hann innbyrti á árinu 2005. Hann tók samtals 2.550 myndir af öllum máltíðum, morgunverði, hádegisverði og kvöldverði sem hann snæddi í fyrra og skeytti myndirnar saman í fimm metra hátt myndverk sem er til sýnis í galleríi í heimabæ hans Bradford-on-Avon í Wiltshire.
Á fréttavef Ananova kemur fram að Gillett fékk hugmyndina eftir að hann sendi konu sinni mynd af hamborgara sem hann snæddi í Bandaríkjunum.