Hver er gestasöngkona Stuðmanna?

Stuðmenn verða með tónleika í íþróttahúsinu við Suðurströnd á Seltjarnarnesi …
Stuðmenn verða með tónleika í íþróttahúsinu við Suðurströnd á Seltjarnarnesi í kvöld. Morgunblaðið/ÞÖK
Eftir Jón Gunnar Ólafsson | jongunnar@mbl.is
Sumartónleikaferð Stuðmanna um landið lýkur í kvöld með tónleikum í íþróttahúsinu við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Húsið verður opnað kl. 22 og stígur hljómsveitin á svið á miðnætti.

Gróttufagnaðurinn svokallaði er árlegur viðburður, haldinn nú í sjöunda sinn og er jafnan fjölsóttur og afar skrautlegur. Valgeir Guðjónsson hefur ferðast um landið með sveitinni í sumar en fyrir tónleikaferðina hafði hann ekki komið fram með Stuðmönnum síðan 1986. Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefur einnig verið með í för sem og Birgitta Haukdal. Hún er nú stödd erlendis og mun því ekki koma fram á tónleikunum í kvöld. Í hennar stað hefur verið fengin sérstök gestasöngkona sem koma mun fram með sveitinni í þetta eina skipti, en hún hefur aldrei áður sungið með Stuðmönnum. Nafn söngkonunnar er algjört hernaðarleyndarmál en Morgunblaðið fékk að heyra stuttlega í henni.

„Ég var sex ára gömul þegar Stuðmenn hófu feril sinn en einmitt sama ár fæddist eiginmaður minn. Ég hélt því fram þegar ég var lítil að eitt lag Stuðmanna hefði verið samið um mig og held því enn fram í dag," segir gestasöngkonan og tekur fram að hún sé mikill Stuðmannaaðdáandi. "Mér finnst tónlistin þeirra sem ég ólst upp með sérstaklega skemmtileg. Af og til hafa þeir orðið á vegi mínum. Ég sá þá á tónleikum í London einu sinni en ég hef misst af hluta ferils þeirra vegna dvalar erlendis." Hin leyndardómsfulla söngkona segir að hún eigi sér uppáhalds Stuðmann. „Mér finnst Þórður bera þetta lúmska stuð sem er ekki alveg augljóst við fyrstu kynni en það er mikið af því þegar það kemur upp á yfirborðið. Ég held að hann sé einn af guðfeðrum stuðsins. Annars eru þeir allir auðvitað stórbrotnir."

Blaðamaður biður gestasöngkonuna um að gefa lesendum nokkrar vísbendingar sem gætu hjálpað þeim að átta sig á því hver hún er. „Ég hef starfað sem sviðslistamaður í mörg ár. Ég á mikið af skóm og gerði upp húsið mitt í Innlit/Útlit. Og ég hef verið fjallkonan á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Ég var á sérstökum viðhafnartaxta vegna þess að ég kom fram á miklu merkisafmæli. Ég var með hárkollu því að ég var stuttklippt og fannst hárgreiðslan ekki viðeigandi." Að lokum segist söngkonan vera spennt fyrir kvöldinu. „Ég hef nú reyndar ekki haft mikinn tíma til að undirbúa mig en lít svo á að ég sé að fara í stuðpróf. Ég er full eftirvæntingar og er byrjuð að taka inn stuðlyfin mín."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar