Magni flytur lagið „I alone" annað kvöld

Magni ásamt syni sínum
Magni ásamt syni sínum

Magni Ásgeirsson mun flytja lagið „I Alone" með hljómsveitinni Live í þættinum Rock Star Supernova aðra nótt en það voru áhorfendur sem völdu lögin sem keppendur flytja að þessu sinni. Mikil stemming er fyrir keppninni á Íslandi og gengur tölvupóstur milli manna þar sem fólk er hvatt til að kjósa Magna en síðustu tvær vikur hefur hann verið meðal þeirra þriggja keppenda sem fengu fæst atkvæði.

Áhorfið á þáttinn eykst í hverri viku í Bandaríkjunum og samkvæmt nýjustu mælingum frá Nielsen Media Research var þátturinn sá vinsælasti hjá aldurshópnum 18-49 ára síðastliðinn miðvikudag og sló þar með út vinsæla þætti á borð við CSI: New York. Þátturinn er sendur út kl. 20 og var hann vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum á þeim tíma sem hann var í loftinu. Alls horfðu að meðaltali 6,4 milljónir á síðasta þáttinn.

Einhverjir hafa víst átt í erfiðleikum með að kjósa á www.rockstar.msn.com en áhorfendum hefur einnig gefist kostur á því að kjósa með því að senda sms. Nú hefur Síminn ákveðið að lækka gjaldið sem tekið er fyrir hvert sms-atkvæði úr 99 krónum í 19 krónur.

Lagalistinn í Rock Star annað kvöld er eftirfarandi:

Lukas: Lithium
Ryan: Clocks
Dilana: Mother, Mother
Storm: Bring Me To Life
Magni: I Alone
Toby: Rebel Yell.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar