Magni flytur lagið „I alone" annað kvöld

Magni ásamt syni sínum
Magni ásamt syni sínum

Magni Ásgeirs­son mun flytja lagið „I Alone" með hljóm­sveit­inni Live í þætt­in­um Rock Star Supernova aðra nótt en það voru áhorf­end­ur sem völdu lög­in sem kepp­end­ur flytja að þessu sinni. Mik­il stemm­ing er fyr­ir keppn­inni á Íslandi og geng­ur tölvu­póst­ur milli manna þar sem fólk er hvatt til að kjósa Magna en síðustu tvær vik­ur hef­ur hann verið meðal þeirra þriggja kepp­enda sem fengu fæst at­kvæði.

Áhorfið á þátt­inn eykst í hverri viku í Banda­ríkj­un­um og sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ing­um frá Niel­sen Media Rese­arch var þátt­ur­inn sá vin­sæl­asti hjá ald­urs­hópn­um 18-49 ára síðastliðinn miðviku­dag og sló þar með út vin­sæla þætti á borð við CSI: New York. Þátt­ur­inn er send­ur út kl. 20 og var hann vin­sæl­asta sjón­varps­efnið í Banda­ríkj­un­um á þeim tíma sem hann var í loft­inu. Alls horfðu að meðaltali 6,4 millj­ón­ir á síðasta þátt­inn.

Ein­hverj­ir hafa víst átt í erfiðleik­um með að kjósa á www.rockst­ar.msn.com en áhorf­end­um hef­ur einnig gef­ist kost­ur á því að kjósa með því að senda sms. Nú hef­ur Sím­inn ákveðið að lækka gjaldið sem tekið er fyr­ir hvert sms-at­kvæði úr 99 krón­um í 19 krón­ur.

Lagalist­inn í Rock Star annað kvöld er eft­ir­far­andi:

Lukas: Lit­hi­um
Ryan: Clocks
Dil­ana: Mot­her, Mot­her
Storm: Bring Me To Life
Magni: I Alone
Toby: Re­bel Yell.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son