Og Vodafone lækkar verð á sms-skilaboðum í símakosningu Rockstar Supernova

Magni treður upp með öðrum þátttakanda, Dilönu Robichaux, fyrir utan …
Magni treður upp með öðrum þátttakanda, Dilönu Robichaux, fyrir utan veitingastaðinn Hard Rock Café í Los Angeles föstudaginn s.l. AP

Og Vodafone hefur lækkað verð á sms-skilaboðum í símakosningu Rockstar Supernova sjónvarpsþáttarins, þar sem Magni Ásgeirsson er einn þátttakenda. Þátturinn verður sýndur á Skjá einum í nótt. Kosning hefst klukkan 1.50 og lýkur kl. 6.

Upphaflega var gerður samningur milli Skjás eins og Og Vodafone um að skilaboðin myndu kosta 99 kr. Í gær hafði Skjár einn samband við Og Vodafone um að lækka verðið á sms-skilaboðunum. Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Og Vodafone, segir fyrirtækið hafa ákveðið að lækka verðið til að tryggja að sem flestir greiði Magna atkvæði sitt í kvöld. Sms-ið kostar nú 19 kr. eins og hjá Símanum.

Númerið sem senda á sms í er 1918, skilaboðin ,,rock 2", og þá greiðist atkvæðið Magna.

Upplýsingar og tenglar frá Skjá einum til að kjósa

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar