Magna hrósað fyrir frammistöðuna í nótt

Margir fylgdust með Magna í tjaldinu á Egilsstöðum í nótt.
Margir fylgdust með Magna í tjaldinu á Egilsstöðum í nótt. mynd/Austurlandið.is

Magna Ásgeirssyni var hrósað í hástert fyrir frammistöðu sína í sjónvarpsþættinum Rock Star Supernova, sem sýndur var í nótt. Magni söng lagið I Alone, úr smiðju hljómsveitarinnar Live. Hann hljóp m.a. út í áhorfendasalinn og að svæðinu þar sem Supernovu-menn sitja við góðar undirtektir áhorfenda. Allir félagarnir í Supernova voru ánægðir og Gilby Clarke sagði, að Magni hefði beitt aukakrafti.

Raunar þóttu allir söngvararnir sex standa sig vel og því verður án efa mjótt á mununum þegar úrslit verða kynnt eftir miðnættið í nótt. Magni hvatti raunar áhorfendur til að kjósa sig þar sem hann hefði lagt á sig að læra tungumál þeirra en flestir þeir sem horfa á þáttinn eru Bandaríkjamenn.

Margir Íslendingar fylgdust með þættinum í nótt á SkjáEinum og kusu Magna. Meðal annars var sérstök vaka í tjaldi á Egilsstöðum þar sem komið hafði verið fyrir stórum sjónvarpsskjá og fólk tók tölvur sínar með þannig að hægt væri að kjósa fram undir morgun. Menntaskólinn á Egilsstöðum ætlaði að gefa nemendum frí í fyrsta tíma í morgun til að jafna sig eftir vökuna.

Magni Ásgeirsson.
Magni Ásgeirsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir