SPRON heitir á Magna

Magni ásamt Marínó syni sínum.
Magni ásamt Marínó syni sínum.

SPRON afhenti í dag Eyrúnu Huld Haraldsdóttur, unnustu Magna Ásgeirssonar, 500 þúsund krónur styrk í tilefni af frammistöðu hans í raunveruleikaþættinum Rock Star Supernova. SPRON heitir jafnframt á Magna sömu upphæð í næstu viku ef henn kemst áfram í úrslitaþáttinn og 500 þúsund krónum til viðbótar ef hann stendur uppi sem sigurvegari og verður valinn söngvari hljómsveitarinnar Supernova.

Ef Magni fer alla leið mun heildarframlag SPRON til hans því nema 1,5 milljónum króna.

Í tilkynningu segir, að Magni hafi verið landi og þjóð til sóma og reynst frábær landkynning. SPRON hafi styrkt afreksmenn á ýmsum sviðum og Íslendingar flokki Magna sem afreksmann á sínu sviði. Því vilji SPRON leggja sitt að mörkum til að Magni geti einbeitt sér að keppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar