Sjö milljónir horfðu á Rock Star: Supernova

Magni Ásgeirsson
Magni Ásgeirsson Jim Smart
Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is
ÁHORFIÐ á Rock Star: Supernova heldur áfram að aukast. Frá því var greint í Morgunblaðinu í síðustu viku að um 6,4 milljónir hefðu horft á þáttinn sem sendur var út miðvikudagskvöldið 23. ágúst sl. í Bandaríkjunum. Áhorfstölurnar tóku verulegan kipp í þessari viku og horfðu um 7 milljónir á þáttinn síðastliðið þriðjudagskvöld. Atkvæðagreiðsla hófst að þætti loknum og var Magni eini keppandinn af þeim sex sem eftir voru þá, sem aldrei var í þremur neðstu sætunum á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð. Aðeins þeir þrír keppendur sem fæst atkvæði fá hverju sinni eiga á hættu að detta úr keppninni. Það var Ryan Star sem tók pokann sinn að þessu sinni en auk hans þurftu Dilana Robichaux og Storm Large að syngja aukalag til að sannfæra Supernova-liða um að leyfa sér að halda áfram.

Eins og flestir eflaust vita þá var Magni í hópi þeirra þriggja sem fæst atkvæði fengu undanfarnar tvær vikur og töldu margir að ef sú hefði orðið raunin í þriðja sinn í þessari viku hefði Supernova sent hann heim. Nokkrum dögum fyrir fyrri þáttinn í vikunni tóku því aðdáendur Magna sig til og hófu herferð honum til stuðnings á netinu þar sem allir voru hvattir til að kjósa hann. Gjald fyrir sms-atkvæði var í framhaldi lækkað úr 99 kr. í 19 kr. og fór einnig af stað auglýsingaherferð í fjölmiðlum. Íslendingar tóku svo sannarlega við sér og segir Björn Þórir Sigurðsson, dagskrárstjóri Skjás eins, að þátttakan í sms-kosningunni hafi aukist mjög mikið. "Það var rúm þreföldun frá fyrsta þættinum, en þátttakan þá var mjög mikil og það var margföldun frá því sem var í síðustu viku. Þetta var gríðarlegt stökk og er þetta langstærsta símakosning sem við höfum séð á þessari stöð." Björn Þórir vill ekki gefa upp nákvæma tölu en segir að sms-atkvæðin hafi skipt tugum þúsunda.

Hljóðið í Magna er gott

Þá eru ótalin öll atkvæðin sem greidd voru í gegnum Netið, en margir Íslendingar nýttu sér það að netkosningin er ókeypis og kusu oftsinnis langt fram eftir nóttu. Nú eru einungis tveir þættir eftir af Rock Star: Supernova en keppendurnir eru nú fimm. Ekki er ljóst hvort einn, tveir eða jafnvel þrír keppendur verði sendir heim í næsta þætti en meðlimir Supernova hafa áður tekið sig til og sent fleiri en einn keppanda heim í einu. Lokaþátturinn verður sýndur 13. september.

SPRON afhenti í gær Eyrúnu Huld Haraldsdóttur, unnustu Magna, 500 þúsund krónur í tilefni af frammistöðu hans í þáttunum. SPRON ætlar að gefa fjölskyldunni 500 þúsund krónur til viðbótar ef Magni kemst í úrslit og sömu upphæð ef hann vinnur. SPRON telur að Magni hafi verið landi og þjóð til sóma og frábær landkynning. "Þessi gjöf skiptir okkur miklu máli. Þetta er rausnarlegt af þeim og við erum ótrúlega þakklát. Magni fær eiginlega engan pening á meðan hann er að taka þátt í keppninni," segir Eyrún, en þegar Morgunblaðið náði tali af henni þá hafði hún síðast heyrt í Magna á þriðjudaginn og var að bíða eftir símtali frá honum. "Hljóðið í honum var gott. Hann er jákvæður og vill nýta tímann vel meðan á þessu ævintýri stendur." Eyrún segir að síðustu dagar hafi verið ótrúlegir og að gaman hafi verið að sjá hversu margir styðja Magna. "Eiginlega allir sem ég hef hitt, hvort sem þeir eru 8 ára eða 80 ára, styðja Magna og þessi stuðningur skilaði sér til hans. Ég er búin að lýsa stemningunni á Íslandi fyrir honum þannig að hann er vel með á nótunum," segir Eyrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson