GM hættir að styrkja Survivor

Þátttakendur í einni Survivor-þáttaröðinni.
Þátttakendur í einni Survivor-þáttaröðinni.

Talsmenn bílaframleiðandans General Motors hafa greint frá því að fyrirtækið hyggist ekki halda áfram að vera styrktaraðili sjónvarpsþáttarins Survivor. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir þó að ákvörðunin sé ekki til komin vegna fjaðrafoks í kjölfar breytinga á skipulagi þáttanna.

Í nýjustu þáttaröð Survivor stendur nefnilega til að skipta þátttakendum í hópa eftir kynþætti og láta þá keppa sín á milli. Hafa fjöldamargir lýst yfir óánægju með þetta fyrirkomulag sem margir vilja meina að sé argasta kynþáttahatur. Mark Burnett, höfundur þáttanna, vísar ásökununum hins vegar á bug og segir að í lok hvers þáttar þurfi fólk að kjósa burt einstakling af sama kynþætti og því sé ekki um kynþáttahatur að ræða. Þrátt fyrir háværar óánægjuraddir hafa framleiðendur þáttanna ákveðið að halda hugmyndinni til streitu og fara upptökur fram á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir