Magni sáttur með eigin frammistöðu

Magni Ásgeirsson
Magni Ásgeirsson Eggert Jóhannesson
Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is
Fjöldi Íslendinga mun vafalaust vaka frameftir í nótt til að fylgjast með frammistöðu síns manns, Magna, í þættinum Rock Star: Supernova. Þátturinn sem sýndur verður í nótt var tekinn upp aðfaranótt mánudagsins. Þar syngur Magni tvö lög og kveðst hann vera ánægður með eigin frammistöðu.

„Ég er mjög sáttur. Þetta var reyndar bara mjög góður þáttur frá A til Ö. Ég tók Bítlalag, Back in the USSR, og fór svo beint í frumsamið lag. Svo öskraði maður bara eitthvað þess á milli á liðið: „Eru ekki allir í stuði? Ójejeje." Tók bara Helga Björnssonar-pakkann á þetta," upplýsir Magni kátur en auk þess söng hann lag eftir sjálfan sig. „Það er af plötunni Fiðrildi og heitir upprunalega Þegar tíminn kemur. Ég vippaði því einfaldlega yfir á ensku. Það gekk alveg ljómandi vel."

Dilana sleit vöðva

Um viðbrögð Supernova-rokkaranna segir Magni að þeir hafi verið "mjög glaðir og ferskir" og fundist lagið flott. Hann segir jafnframt að öllum keppendunum hafi í raun gengið alveg feikilega vel. „Dilana greyið meiddi sig á æfingu þremur tímum fyrir upptökur. Hún sleit kálfavöðva. Þannig að hún sat á barstól allt giggið. Hún stóð sig samt alveg ótrúlega vel. Rauk meira að segja af stólnum undir lokin og hoppaði um eins og vitleysingur."

Magni segir Storm hafa verið ótrúlega, hreinlega farið á kostum, Lukas hafi verið „stórkostlegur" en Toby „skemmtilegastur". "Hann tók upp á því að hlaupa um allt eins og vitleysingur með frumsamda lagið sitt sem er þvílíkt hresst. Það voru allir orðnir snarbrjálaðir í salnum." Hann telur því að Toby eigi bíl í vændum, en sá keppandi sem fær þann heiður að vera klappaður upp fær bifreið að launum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir