Magni sáttur með eigin frammistöðu

Magni Ásgeirsson
Magni Ásgeirsson Eggert Jóhannesson
Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is

„Ég er mjög sáttur. Þetta var reyndar bara mjög góður þáttur frá A til Ö. Ég tók Bítlalag, Back in the USSR, og fór svo beint í frumsamið lag. Svo öskraði maður bara eitthvað þess á milli á liðið: „Eru ekki allir í stuði? Ójejeje." Tók bara Helga Björnssonar-pakkann á þetta," upplýsir Magni kátur en auk þess söng hann lag eftir sjálfan sig. „Það er af plötunni Fiðrildi og heitir upprunalega Þegar tíminn kemur. Ég vippaði því einfaldlega yfir á ensku. Það gekk alveg ljómandi vel."

Dilana sleit vöðva

Magni segir Storm hafa verið ótrúlega, hreinlega farið á kostum, Lukas hafi verið „stórkostlegur" en Toby „skemmtilegastur". "Hann tók upp á því að hlaupa um allt eins og vitleysingur með frumsamda lagið sitt sem er þvílíkt hresst. Það voru allir orðnir snarbrjálaðir í salnum." Hann telur því að Toby eigi bíl í vændum, en sá keppandi sem fær þann heiður að vera klappaður upp fær bifreið að launum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar