Greer segir dýrin loks hafa hefnt sín á Irwin

Steve Irwin gefur krókódíl haldandi á syni sínum.
Steve Irwin gefur krókódíl haldandi á syni sínum. AP

Ástralski fræðimaðurinn Germaine Greer hefur valdið uppnámi í Ástralíu með lesendabréfi í breska blaðið Guardian með því að halda því fram að dauði ástralska sjónvarpsmannsins Steve Irwins hafi verið hefnd dýranna á honum. Irwin lést eftir að stingskata stakk hann í brjóstið þar sem hann var að kafa undan ströndum Ástralíu.

„Dýraheimurinn hefur loksins hefnt sín á Irwin. En þó ekki fyrr en heil kynslóð barna í stuttbuxum, sjö númerum og litlum, hefur lært að hrópa í eyru villtra dýra, sem eru með tíu sinnum betri heyrn en þau sjálf, ákveðin í að verða forríkir dýragarðeigendur," segir Greer m.a. í bréfinu.

Greer er kunn kvenréttindakona og höfundur bókarinnar The Female Eunuch en hún kom m.a. í heimsókn hingað til lands og flutti fyrirlestur á ráðstefnu á Bifröst. Í bréfinu gagnrýnir hún starfsaðferðir Irwins við gerð sjónvarpsþátta um dýr, og minnist m.a. á atvik þar sem Irwin fóðraði krókódíl um leið og hann hélt á nokkurra mánaða gömlum syni sínum á handleggnum.

Ummæli Greer hafa ekki lagst vel í Ástrala en Irwin naut mikilla vinsælda þar í landi fyrir sjónvarpsþætti sína. Þannig hefur Peter Beattie, forsætisráðherra Queensland, harmað ummæli Greer og sagt þau vera hneyksli.

Lesendabréf Greer

Germaine Greer kom til Íslands í vor.
Germaine Greer kom til Íslands í vor.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan