Magni í úrslitaþáttinn - Storm send heim

Storm Large.
Storm Large.

Magni Ásgeirsson verður í hópi þeirra fjögurra söngvara sem koma fram í lokaþætti Rock Star Supernova í næstu viku en bandaríska söngkonan Storm Large var send heim í kvöld þegar úrslit voru kynnt í atkvæðagreiðslu áhorfenda eftir þáttinn í gærkvöldi. Allir söngvararnir fimm voru um tíma í þremur neðstu sætunum en þegar upp var staðið höfðu þeir Magni og Ástralinn Toby Rand fengið flest atkvæði og voru því öruggir.

Magni söng í þættinum í kvöld með hljómsveitinni Supernova. Um var að ræða lag sem aldrei hefur verið flutt áður en verður væntanlega á plötu sveitarinnar, sem gerð verður eftir að sjónvarpsþáttunum lýkur.

Toby var klappaður upp og flutti á ný frumsamið lag, sem hann söng í þættinum í gær. Að launum fékk Toby lykla að nýjum Honda-jeppa.

Þau Storm, Dilana Robichaux og Lukas Rossi þurftu að syngja til að reyna að halda sér inni í þættinum. Storm söng lagið Wish You Were Here úr smiðju Pink Floyd af mikilli innlifun og sáust tár á hvörmum hörðustu rokkara. Dilana söng lagið I Want You To Want Me frá Cheap Trick og Lukas söng á ný lag sitt Headspin, sem hann söng einnig í gærkvöldi.

Tommy Lee, sem til þessa hefur tilkynnt hvaða þátttakandi er sendur heim ákvað að láta Jason Newsted það eftir að þessu sinni enda hefur Tommy ekki í þáttunum farið leynt með aðdáun sína á Storm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir