Magni á siglingu

Magni ásamt fleiri keppendum í Rock Star
Magni ásamt fleiri keppendum í Rock Star Matthías A. Ingimarsson
Eft­ir Friðrik Ársæls­son fri­drik@mbl.is
"HANN er að fá þá viður­kenn­ingu sem hann á skilið," seg­ir Eyrún Huld Har­alds­dótt­ir, unn­usta rokk­ar­ans sem hef­ur verið á allra vör­um und­an­farið, Magna Ásgeirs­son­ar. Eins og alþjóð veit komst Magni í úr­slit veru­leikaþátt­ar­ins Rock Star: Supernova og nk. þriðju­dags- og miðviku­dags­kvöld mun hann berj­ast við þau Toby, Lukas og Di­lönu um hylli hljóm­sveit­ar­inn­ar. Þegar Morg­un­blaðið hafði sam­band við Eyrúnu í gær­kvöldi var hún ný­bú­in að tala við Magna. "Hann var mjög hress og kát­ur, enda hélt hann að þeir Toby hefðu leitt at­kvæðagreiðsluna í gær [miðviku­dag] nokkuð ör­ugg­lega," seg­ir Eyrún.

Í gær lauk Magni upp­tök­um á fyrstu smá­skífu sem gef­in verður út í nafni Supernova, en þeir kepp­end­ur sem eft­ir eru þurftu all­ir að gera það svo allt verði til­búið í næstu viku þegar úr­slit­in ráðast. "Það gekk þrusu­vel hjá hon­um og tók ekki nokkra stund, enda fagmaður á ferð," seg­ir Eyrún. Spurð hvað Magna hafi fund­ist um stuðning ís­lensku þjóðar­inn­ar seg­ir Eyrún hann hafa komið hon­um á óvart, í raun hafi hann bú­ist við að verða send­ur heim í fyrra­dag og fyr­ir rúmri viku.

Eyrún og nán­asta fjöl­skylda Magna munu halda vest­ur um haf í boði Icelanda­ir nk. mánu­dag til þess að berja Magna aug­um í Los Ang­eles. Hún seg­ir enga ástæðu til ann­ars en að halda sig á jörðinni en viður­kenn­ir þó að spenn­an sé orðin mik­il. Faðir Magna, Ásgeir Arn­gríms­son, sauðfjár­bóndi á Brekku­bæ í Borg­ar­f­irði eystra, tek­ur und­ir með Eyrúnu og seg­ist hafa tekið úr­slit­um síðasta þátt­ar með jafnaðargeði. "Við erum ekki far­in að telja doll­ara hér, það væri nær að tala um roll­ur og þess kon­ar fé í því sam­hengi, enda haust­göng­ur hafn­ar og byrjað að senda í slát­ur­hús," kveður Ásgeir. Hann seg­ir Magna upp­skera eins og hann sái, en finnst frammistaða Magna ekki svo frá­brugðin því sem ger­ist og geng­ur á sveita­böll­um hljóm­sveit­ar hans, Á móti sól.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka