Skemmtilegur lokasprettur

Magni Ásgeirsson
Magni Ásgeirsson Matthías Ingimarsson

Magni Ásgeirsson er sem kunnugt er einn fjögurra söngvara sem bítast um að verða söngvari hljómsveitarinnar Supernova. Í kvöld kemur í ljós hvern hljómsveitin velur en í gærkvöldi voru sýndir síðustu tónleikar þáttaraðarinnar. Í lok þáttarins var sýnd staða söngvaranna eftir fyrstu mínútur síma- og netkosningar áhorfenda og þá var Magni neðstur en Dilana efst.

Magni tók tvö lög. Hann endurflutti frumsamda lagið „When the Time Comes" og söng auk þess „Hush" úr smiðju Deep Purple.

Sigrún Birna Blomsterberg var viðstödd tónleikana í sjónvarpssal ásamt vinkonu sinni og sagði Magna hafa staðið sig með prýði. „Hann virðist vera allt í öllu þarna en auk þess að flytja sín lög spilaði hann undir með Toby og söng með Dilönu," sagði Sigrún í samtali við Morgunblaðið.

„Hljómsveitin gaf honum góða dóma á heildina litið en Tommy Lee sagði þó frumsamda lagið hans ekki nógu eftirminnilegt. Áhorfendur í sjónvarpssal voru greinilega ekki sammála honum og púuðu á ummælin."

Sigrún sagði Lukas hafa átt mestu fylgi að fagna meðal áhorfenda enda margir ferðast frá heimkynnum hans í Kanada til að fylgjast með sínum manni. Þær vinkonurnar hafi þó reynt að hvetja Magna eftir fremsta megni.

Í kvöld kemur svo í ljós hvern Supernova velur sem fjórða liðsmann sveitarinnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu þeir tveir keppendur sem fæst atkvæði hlutu í nótt byrja á að keppast um þriðja sætið í úrslitunum, sem svo ráðast í lok tvöfalds úrslitaþáttar.

Úrslitaþáttur Rock Star: Supernova hefst á miðnætti í kvöld á Skjá einum en á undan verða tónleikar gærkvöldsins endursýndir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar