„Á Íslandi er fjölskyldan og þar er hjartað"

Brugðu á leik Magni Ásgeirsson ásamt nýjum söngvara Supernova, Lukas …
Brugðu á leik Magni Ásgeirsson ásamt nýjum söngvara Supernova, Lukas Rossi, þegar niðurstaðan lá fyrir í gær. Ljósmynd/Matthías A. Ingimarsson

Íslend­ing­ur­inn Magni Ásgeirs­son er á heim­leið eft­ir viðburðarík­ar fimmtán vik­ur í Banda­ríkj­un­um, en í gær varð ljóst að hann verður ekki næsti söngv­ari rokksveit­ar­inn­ar Supernova. Í lokaþætti sjón­varpsþátt­anna Rock Star: Supernova kom í ljós að Kan­adamaður­inn Lukas Rossi verður söngv­ari sveit­ar­inn­ar.

Magni sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið sátt­ur við úr­slit­in. „Ég vildi að Lukas ynni þetta, hann átti það svo sann­ar­lega skilið," sagði Magni sem hlakk­ar til að kom­ast aft­ur heim til Íslands. Hann sýt­ir það ekki að verða ekki söngv­ari Supernova. „Nei, ég átti aldrei von á að ég næði svona langt. Satt að segja var ég viss um að mér yrði hent út eft­ir fyrstu tvær vik­urn­ar," seg­ir hann.

Þrátt fyr­ir að verða ekki söngv­ari Supernova mun Magni fara í sex vikna tón­leika­ferðalag með hljóm­sveit­inni í janú­ar. Hlakk­ar hann til þess að end­ur­nýja kynn­in við fé­laga sína úr sjón­varpsþátt­un­um Rock Star: Supernova. Magni ját­ar því að hann hafi fengið nokk­ur til­boð vegna frammistöðu sinn­ar í þátt­un­um en vill sem minnst um það segja á þess­ari stundu.

En hvað tek­ur við þegar heim er komið? „Mitt fyrsta verk verður að slökkva á sím­an­um, hvílast og leika við son minn Marinó í nokkr­ar vik­ur. Á Íslandi er fjöl­skyld­an og þar er hjartað," sagði Magni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell