„Á Íslandi er fjölskyldan og þar er hjartað"

Brugðu á leik Magni Ásgeirsson ásamt nýjum söngvara Supernova, Lukas …
Brugðu á leik Magni Ásgeirsson ásamt nýjum söngvara Supernova, Lukas Rossi, þegar niðurstaðan lá fyrir í gær. Ljósmynd/Matthías A. Ingimarsson

Íslendingurinn Magni Ásgeirsson er á heimleið eftir viðburðaríkar fimmtán vikur í Bandaríkjunum, en í gær varð ljóst að hann verður ekki næsti söngvari rokksveitarinnar Supernova. Í lokaþætti sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova kom í ljós að Kanadamaðurinn Lukas Rossi verður söngvari sveitarinnar.

Magni sagðist í samtali við Morgunblaðið sáttur við úrslitin. „Ég vildi að Lukas ynni þetta, hann átti það svo sannarlega skilið," sagði Magni sem hlakkar til að komast aftur heim til Íslands. Hann sýtir það ekki að verða ekki söngvari Supernova. „Nei, ég átti aldrei von á að ég næði svona langt. Satt að segja var ég viss um að mér yrði hent út eftir fyrstu tvær vikurnar," segir hann.

Þrátt fyrir að verða ekki söngvari Supernova mun Magni fara í sex vikna tónleikaferðalag með hljómsveitinni í janúar. Hlakkar hann til þess að endurnýja kynnin við félaga sína úr sjónvarpsþáttunum Rock Star: Supernova. Magni játar því að hann hafi fengið nokkur tilboð vegna frammistöðu sinnar í þáttunum en vill sem minnst um það segja á þessari stundu.

En hvað tekur við þegar heim er komið? „Mitt fyrsta verk verður að slökkva á símanum, hvílast og leika við son minn Marinó í nokkrar vikur. Á Íslandi er fjölskyldan og þar er hjartað," sagði Magni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir