Lukas sigraði í Rock Star Supernova

Kanadamaðurin Lukas sigraði í raunveruleikaþættinum Rock Star Supernova í kvöld
Kanadamaðurin Lukas sigraði í raunveruleikaþættinum Rock Star Supernova í kvöld

Kanadamaðurinn Lukas Rossi sigraði í raunveruleikaþættinum Rock Star Supernova í kvöld. Magni Ásgeirsson lenti í fjórða sæti í þættinum en Dilana varð í öðru sæti í keppninni. Ástralinn Toby varð í þriðja sæti í þættinum. Hins vegar er ljóst að Lukas mun ekki syngja með hljómsveitinni Supernova þar sem dómari í San Diego hefur gert hljómsveitinni Supernova að skipta um nafn, en samnefnd hljómsveit sem stofnuð var árið 1989 hefur staðið í málaferlum við fjölmiðlafyrirtækið CBC og félagana Tommy Lee, Jason Newsted og Gilby Clarke.

Komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að viðkomandi aðilum væri héðan í frá óheimilt að flytja eða framleiða rokktónlist undir nafninu.

Hljómsveitin Supernova er helst þekkt fyrir lagið Chewbacca sem heyra mátti í kvikmyndinni Clerks, sem leikstjórinn Kevin Smith gerði árið 1994.

Meðlimir hljómsveitarinnar Supernova þurftu að gera upp á milli Magna og Toby um hvor yrði sendur heim þar sem þeir tveir fengu fæst atkvæði í atkvæðagreiðslunni síðastliðna nótt. Komst dómnefndin að þeirri niðurstöðu að Magni yrði sendur heim þrátt fyrir frábæra frammistöðu í keppninni. Magni þakkaði fjölskyldu sinni og aðdáendum víða um heim fyrir þann stuðning sem hann naut í keppninni.

Þau þrjú sem eftir voru tóku lagið á ný og eftir þá frammistöðu ákvað hljómsveitin að senda Toby heim.

Að sögn hljómsveitarmeðlima hlaut Lukas flest atkvæði í atkvæðagreiðslunni og sagðist hljómsveitin að sjálfsögðu vera sammála því vali. Buðu þeir Dilönu samning og tilkynntu að hún myndi syngja með Supernova á tónleikaferðalagi í febrúar.

Magni Ásgeirsson fulltrúi Íslands í keppninni
Magni Ásgeirsson fulltrúi Íslands í keppninni mbl.is/Matthías Ingimarsson
Lukas
Lukas mbl.is/Matthías Ingimarsson
Toby Rand fægir hausinn á Magna
Toby Rand fægir hausinn á Magna mbl.is/Matthías Ingimarsson
Dilana hafnaði í öðru sæti
Dilana hafnaði í öðru sæti mbl.is/Matthías Ingimarsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir