Auglýst eftir Hobbitum

Framleiðendur söngleikjaútgáfu af Hringadróttinssögu í eru á höttunum eftir tuttugu leikurum sem geta gert hinum smávöxnu og fótstóru hobbitum sannfærandi skil auk þess sem þeir þurfa að geta sungið tvö lög. Umsækjendur verða að vera lægri en 170 cm og á aldrinum 16-35 ára. Að sögn framleiðenda eru hærðar tær og fætur "æskileg" einkenni en þó ekki nauðsynleg.

Ráðgert er að setja söngleikinn upp í Theatre Royal-leikhúsinu í London á næsta ári en hann hefur áður verið á fjölunum í Toronto í Kanada. Búist er við að eitthvað verði krukkað í handrit söngleiksins áður eftir að kanadískir gagnrýnendur gáfu honum slaka einkunn.

Áheyrnaprufur fara fram næstkomandi mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi