Leitaði að bílnum sínum í hálft ár

Maður nokkur á Englandi er ánægður þessa dagana því hann er búinn að finna aftur bílinn sinn, sem hann lagði við sveitaveg við Suffolk fyrir hálfu ári.

Maðurinn, sem er á sextugsaldri, ákvað að fá sér gönguferð í sveitinni og lagði Ford Focus bílnum sínum í vegarbrún og teygaði að sér angan af grasi og blómum. En þegar hann ætlaði að snúa til baka til bílsins mundi hann ekki nafnið á götunni þar sem bílnum var lagt. Hann leitaði í fjóra tíma en án árangurs og varð svo að taka rútu heim.

Maðurinn fór tíu sinnum aftur á svæðið til að leita að bílnum og svaf nokkrar nætur á gistiheimilum til að geta haldið leitinni áfram daginn eftir.

Í ljós kom síðan, að íbúar höfðu tilkynnt að bíllinn hefði verið yfirgefinn og lögreglan tók hann í sína vörslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup