Leitaði að bílnum sínum í hálft ár

Maður nokkur á Englandi er ánægður þessa dagana því hann er búinn að finna aftur bílinn sinn, sem hann lagði við sveitaveg við Suffolk fyrir hálfu ári.

Maðurinn, sem er á sextugsaldri, ákvað að fá sér gönguferð í sveitinni og lagði Ford Focus bílnum sínum í vegarbrún og teygaði að sér angan af grasi og blómum. En þegar hann ætlaði að snúa til baka til bílsins mundi hann ekki nafnið á götunni þar sem bílnum var lagt. Hann leitaði í fjóra tíma en án árangurs og varð svo að taka rútu heim.

Maðurinn fór tíu sinnum aftur á svæðið til að leita að bílnum og svaf nokkrar nætur á gistiheimilum til að geta haldið leitinni áfram daginn eftir.

Í ljós kom síðan, að íbúar höfðu tilkynnt að bíllinn hefði verið yfirgefinn og lögreglan tók hann í sína vörslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir