Ætla að kynna pólska menningu á Íslandi

Frá undirritun samningsins: Þorsteinn Hilmarsson, Anna Wojtynska og Marta Macuga
Frá undirritun samningsins: Þorsteinn Hilmarsson, Anna Wojtynska og Marta Macuga

Íslensk/pólska vináttufélagið og Landsvirkjun undirrituðu í dag samstarfssamning sem hefur það að markmiði að kynna pólska menningu á Íslandi og stuðla að skilningi á fjölmenningu í nútímasamfélagi á Íslandi.

Með samningnum milli vináttufélagsins og Landsvirkjunar leggur Landsvirkjun til fjármuni sem gera mögulegt að fá til landsins pólska látbragðsleikarann Ireneusz Krosny. Hann heldur sýningar dagana 29. og 30. september og 1. október nk í Þjóðleikhúsinu en það er hluti af pólskri menningarhátíð sem haldin verður dagana 28. september til 1. október nú í haust.

Aðstandendur menningarhátíðarinnar lýsa henni með eftirfarandi hætti: „Hér verður um að ræða stærstu kynningu á pólskri menningu sem farið hefur fram á Íslandi. Í byrjun tíunda áratugarins fluttu margir Pólverjar til Íslands í leit að betur launuðum störfum. Nú eru þeir langstærsti hópur innflytjenda. Flestir þeirra eru dreifðir um landið í fiskvinnslu, byggingariðnaði og öðrum störfum þar sem lítillar sérmenntunar er krafist. Hátíðinni er ætlað að kynna menningarlegan bakgrunn þessa hóps. Von okkar er að Íslendingar muni sjá Pólland og sögu þess í nýju ljósi. Við teljum menningarleg samskipti vera best til þess fallin að auka skilning og virðingu milli þjóða," að því er segir í fréttatilkynningu.

Upplýsingar um menningarhátíðina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan