Fréttavefurinn Ananova segir frá því að Richard Hammond, einn þáttastjórnenda breska þáttarins Top Gear, sé milli heims og helju eftir að hafa lent í slysi við upptökur á flugvelli nærri York á Bretlandi. Segir að Hammond hafi verið að aka þotudrifnum bíl sem hafi oltið.
Þættirnir Top Gear hafa verið sýndir á BBC í Bretlandi frá árinu 1977, þar er fjallað hraðskreiða bíla og önnur ökutæki, en þeir hlutu Emmy verðlaun á síðasta ári. Þeir hafa verið sýndir hér á landi á sjónvarpsstöðinni Skjá einum.