Þriggja ára barn keypti sér bíl á netinu

Þriggja ára breskur drengur gerði sér lítið fyrir um daginn og keypti bíl á netinu á 9.000 pund, um 1,2 milljónir króna. Drengurinn, Jack Neal, var að fikta í heimatölvu móður sinnar og tókst að bjóða í bílinn á eBay-vefnum og átti hæsta boðið. Bíllinn er bleikur Nissan Figaro. Móðir drengsins, Rachel, sagði við dagblaðið Sun að hún og eiginmaður hennar hefðu orðið skelfingu lostin þegar þau komust að þessu. Drengurinn sagði við þau degi eftir kaupin að hann hefði keypt bíl.

Frú Neal heldur að aðgangsorð hennar hafi geymst í tölvunni og að sonur hennar hafi ýtt af tilviljun á réttu takkana til að bjóða í bílinn á vefnum. Eiginmaður hennar, John, hringdi í seljanda bílsins og útskýrði hvernig var í pottinn búið. Sá tók sem betur fer vel í það að þau vildu ekki kaupa bílinn og sá broslegu hliðina á mistökunum. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson