Háskólakennari kærður fyrir að afklæðast í tíma

Háskólakennari í Kína hefur verið kærður fyrir að fara úr fötunum í miðri kennslustund. Kennarinn, Mo Xiaoxin, vildi með því leggja áherslu á námsefnið, en hann var að fræða nemendur um líkamslist (e. body art). Mo hneykslaði nemendur þó nokkuð en vildi með þessu sýna fram á áhrifamátt nektar og storka fyrirfram gefnum hugmyndum um rétt og rangt, að því er kínverskt dagblað greinir frá.

Kennarinn hafði beðið fjórar fyrirsætur, þar af konu og karl á áttræðis- og níræðisaldri, um að koma í kennslustundina og annað yngra par, og fækka fötum. Þá bauð hann nemendum einnig að fækka fötum. Þessi nektarkennsla mun hafa fengið á marga nemendur og horfðu þeir margir upp í loft eða á gólf kennslusalarins. Sky segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar